HÖFÐATORG

Reykjavík iðar af orku og athafnagleði. Mannlífið blómstrar og menningin dafnar. Borgin vex og breiðir úr sér og um leið ganga eldri borgarhlutar í endurnýjun lífdaga. Höfðatorg er eitt stærsta uppbyggingarverkefni í miðborg Reykjavíkur til þessa. Höfðatorg mun gegna lykilhlutverki í borgarmyndinni með metnaðarfullum áformum um samþættingu mannlífs, lista, menningar og viðskipta. Einstök staðsetning skapar svæðinu sérstakan sess í hjarta Reykjavíkur.

Höfðatorg rís og miðborgin stækkar.

MIÐBÆR Í MIÐRI BORG

Höfðatorg afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni. Þar verður blönduð byggð með fjölda fyrirtækja, íbúðum eða hóteli, kvikmyndahúsi og ráðstefnumiðstöð. Fjölbreytt þjónusta, opin svæði og nálægð við hjarta Reykjavíkur skapa Höfðatorgi sérstöðu. Miðborgin stækkar, en um leið verður Höfðatorg miðbæjar- og þjónustukjarni fyrir svæði sem hefur verið að byggjast hratt upp á undanförnum árum.

English presentation

Höfðatorg ehf. | 595 4400 | postur@hofdatorg.is | Kynningarmynd rolex replica uhren