STÆRRI MIÐBORG

Á Höfðatorgi í Reykjavík rís glæsileg byggð sem gegna mun lykilhlutverki í endurnýjun miðborgarinnar. Höfðatorg brúar bilið milli gamla Laugavegarins með sérverslunum sínum og miðbæjarsjarma og hins nýja Borgartúns sem orðið er ein helsta miðstöð atvinnulífsins í höfuðborginni. Á Höfðartorgi sameinast glæsilegar skrifstofubyggingar, nútímaleg íbúðabyggð, verslun og margvísleg þjónusta í byggð sem er hönnuð frá grunni til að mæta ítrustu kröfum hins alþjóðavædda samfélags. Það fer vel á því að næsti nágranni er hinn sögufrægi Höfði, eitt helsta tákn Reykjavíkur og hús með langa sögu alþjóðasamskipta, framsýni og frumkvæðis.

Markmið okkar sem byggjum Höfðatorg er að stækka miðborgina með því að skapa umhverfi sem er ekki bara glæsilegt framlag til byggingalistar samtímans, heldur einnig og ekki síður lykilskref í átt að heilsteyptri og lifandi höfuðborg.

Líf í miðborg er töfrablanda sem verður til á hverjum degi. Lykillinn að stækkun miðborgarinnar á Höfðatorgi er ekki síst rétt samsetning íbúða og atvinnustarfsemi, auk þjónustu og menningarstarfsemi á borð við tónleika og listsýningar, veisluhöld og fræðslustarf. Þannig laðast gestir að Höfðatorgi úr öllum áttum, og þeir koma aftur og aftur.

Höfðatorg ehf. | 595 4400 | postur@hofdatorg.is | Kynningarmynd
rolex replica