NÚTÍMA SKRIFSTOFURÝMI OG FALLEGAR VERSLANIR

Höfðatorg verður í umsjá eins aðila sem mun stjórna rekstri þess. Það fyrirkomulag tryggir samræmi og gott heildaryfirbragð, svo og hátt þjónustustig. Á jarðhæð bygginga er gert ráð fyrir fjölbreyttri þjónustustarfsemi, svo sem verslunum og veitingahúsum. Skrifstofur og íbúðir verða á efri hæðum. Einnig er gert ráð fyrir að hótel rísi við Höfðatorg. Áhersla er lögð á að atvinnuhúsnæði mæti óskum kröfuharðra fyrirtækja og stofnana um vandaða umgjörð og glæsilegt umhverfi sem styður við ímynd þeirra. Það felur meðal annars í sér gott aðgengi viðskiptavina og margt fleira sem skipar atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi í flokk þess allra besta.

Við Höfðatorg fer vel um stór og smá fyrirtæki sem eiga þess kost að velja stærð og staðsetningu sem hentar þeim og innrétta rýmið með sérþarfir starfseminnar í huga. Fyrirtæki munu njóta góðs af kröftugu samfélagi fyrirtækja með skylda starfsemi og starfsfólk sækja hvíld og innblástur í gefandi umhverfi Höfðatorgs.

ÍBÚÐIR FYRIR KRÖFUHARÐA

Sem hluti af miðborg Reykjavíkur kemur Höfðatorg til móts við þá sem vilja búa miðsvæðis í nýju og vönduðu húsnæði. Höfðatorg er fyrir þá sem velja þann lífsstíl að búa í miðborg, vilja ekki fara langar leiðir til að sækja veitingastaði eða versla og hafa ánægju af iðandi mannlífi. Um leið kemur Höfðatorg til móts við þá sem vilja aðeins það besta sem nútíma byggingarlist hefur að bjóða. Íbúðir verða vel búnar með góðu útsýni og nægum bílastæðum.

BÍLASTÆÐI

Á Höfðatorgi verður gnægð bílastæða, jafnt fyrir utan verslanir og þjónustufyrirtæki sem innanhúss í bílakjallara undir öllu svæðinu. Aðkoma verður auðveld og hægt verður að nálgast svæðið úr mörgum áttum.

AÐDRÁTTARAFL

Höfðatorg mun laða að sér fólk úr öllum áttum. Íbúar og gestir koma og fara, versla og nýta sér fjölbreytta þjónustu. Það sama gildir um starfsfólk fyrirtækjanna sem hafa aðsetur á Höfðatorgi. Úr næsta nágrenni streyma íbúar og starfsfólk þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þar hafa tekið til starfa á undanförnum árum. Úr eldri hluta miðborgarinnar kemur fólk til að njóta nýrrar viðbótar við vaxandi borg.

Höfðatorg ehf. | 595 4400 | postur@hofdatorg.is | Kynningarmynd
rolex replica