GLÆSILEG UMGJÖRÐ ATHAFNALÍFSINS

Höfðatorg verður allt í umsjá eins aðila sem mun stjórna rekstri þess. Það fyrirkomulag tryggir samræmi og gott heildaryfirbragð, svo og hátt þjónustustig. Á jarðhæð bygginga er gert ráð fyrir fjölbreyttri þjónustustarfsemi, svo sem verslunum og veitingahúsum. Skrifstofur og íbúðir verða á efri hæðum og hótelrekstur er einnig í skoðun. Áhersla er lögð á að atvinnuhúsnæði mæti óskum kröfuharðra fyrirtækja og stofnana um vandaða umgjörð og glæsilegt umhverfi sem styður við ímynd þeirra. Það felur meðal annars í sér gott aðgengi viðskiptavina og margt fleira sem skipar atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi í flokk þess besta.

Höfðatorg ehf. | 595 4400 | postur@hofdatorg.is | Kynningarmynd rolex replica uhren