Þjónusta

Á Höfðatorgi rís glæsileg byggð sem gegna mun lykilhlutverki í endurnýjun miðborgarinnar. Höfðatorg brúar bilið milli gamla Laugavegarins með sérverslunum sínum og miðbæjarsjarma og hins nýja Borgartúns sem orðið er ein helsta miðstöð atvinnulífsins í höfuðborginni. Á Höfðartorgi sameinast glæsilegar skrifstofubyggingar, nútímaleg íbúðabyggð, verslun og margvísleg þjónusta.